Níutíu leituðu á bráðamóttöku Landspítalans á þriðjudag vegna hálkuslysa. Rúmlega fimmtungur þeirra börn og tæplega þriðjungur 65 ára og eldri. Aldrei hafa fleiri leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa á einum sólarhring eftir því sem næst verður komist.Við nánari skoðun reyndust 35 vera með beinbrot eða liðhlaup og leggja þurfti fimm þeirra inn til sérhæfðari meðferðar, segir í tilkynningu frá Landspítala.Landspítalinn brýnir fyrir fólki að efla hálkuvarnir þegar slíkar aðstæður líkt og á þriðjudag og noti mannbrodda. MIKIÐ UM ÁREKSTRA Flughált var víða á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag og lenti fólk í vandræðum, hvort sem það var gangandi, hjólandi eða á bíl. Mikið var um árekstra, allt upp í átta bíla sem rákust saman, og dæmi voru um að kyrrstæðir mannlausir bílar rynnu niður heilu