Kvika banki hefur ráðið Önnu Rut Ágústsdóttur í starf aðstoðarforstjóra bankans. Anna Rut mun sinna starfinu samhliða hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri rekstrar- og þróunarsviðs bankans og þannig styðja við áframhaldandi stjórnun og framkvæmd stefnumarkandi verkefna bankans.