Um 90 manns, þar af 20 börn, fóru á bráðamóttöku Landspítalans á þriðjudaginn vegna hálkuslysa. Á fjórða tug manns voru með beinbrot eða liðhlaup. Landspítalinn veit ekki til þess að nokkurn tímann áður hafi fleiri sótt bráðamóttökuna á einum degi vegna hálkuslysa.