Laugarnestangi var í dag friðlýstur af Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Athöfnin fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sem er til húsa á Laugarnestanga.Friðlýsingin er gerð á grunni tillögu Minjastofnunar Íslands en samkvæmt tillögunni er menningar- og búsetulandslag Laugarnestanga talið mikilvægur hluti af sögu Reykjavíkur.Þar megi sjá áhrif mannsins á umhverfi sitt allt frá upphafi byggðar í Reykjavík og fram á okkar daga. Verndaráætlun Laugarnestanga hefur gilt frá 2016 til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki.Þar eru meðal annars leifar embættisbústaðar biskups, holdsveikraspítala og stríðsminjar. Þá eru þar einnig minjar um hjáleigubúskap og sjósókn.Umhverfisráðherra friðlýsti Laugarnestanga í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag . Landsvæðið