Þegar litið er á þróun atvinnuleysis miðað við árstíðabundna leitni þá sýnir hún að vinnumarkaðurinn er að kólna hraðar en hefðbundnar atvinnuleysistölur gefa til kynna, að sögn hagfræðinga Arion banka. Þrátt fyrir að öll tölfræði vinnumarkaðarins „tali með“ frekari vaxtalækkunum er ólíklegt að það dugi til þegar peningastefnunefnd kemur saman í febrúar.