Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra undirstrikar að Ísland standi áfram með Dönum og Grænlendingum í deilu þeirra við Bandaríkin. Mörgum létti þegar Donald Trump forseti Bandaríkjanna sagðist í gær ekki ætla að beita hervaldi gegn Grænlandi og afboðaði tolla á Evrópuríki vegna stuðnings þeirra við Grænlendinga. Hann og Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO komust að samkomulagi um Grænland í gær sem fól ekki í sér eignarhald eða yfirráð yfir landinu.Þorgerður Katrín segist ekki hafa nægilegar upplýsingar um samkomulagið til að geta sagt nákvæmlega til um hvað felst í því.Trump segir jarðefnaréttindi hluta af samkomulaginu. Mark Rutte segir útkomu fundar hans og Trumps góða fyrir Bandaríkin, NATO og Evrópu í heild sinni.„Kannski er ekki hægt að fara mjög djúpt í það. Fyrst og síðast