Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona gengur undir listamannsnafninu Shoplifer. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín úr náttúrulegu hári og gervihári sem hún notar við gerð skúlptúra, veggverka og innsetninga. Hrafnhildur hefur sýnt verk sín hér á landi og víða um heim, hlotið norrænu textílverðlaunin og heiðursverðlaun frá sænsku krúnunni fyrir framlag sitt til norrænnar textílhefðar og hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019. Þar sýndi hún verkið Chromo Sapiens sem samanstóð af þremur hvelfingum úr litríkum gervihárum með hljóðmynd eftir HAM. Hægt er að sjá verkið í lista- og menningarhúsinu Höfuðstöðinni við Rafstöðvarveg.Hrafnhildur sýnir um þessar mundir stóra innsetningu í Hiliard-safninu í Louisiana. Henni finnst annars mikilvægt að stíga út fyrir þægindaram