Fyrrverandi lögreglumaður var í gær sýknaður fyrir að hafa brugðist nemendum í skotárás í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas árið 2022. 21 lést í árásinni, tveir kennarar og nítján börn, og var lögregla harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi á meðan árásinni stóð.