Kaupsamningum í nóvember 2025 fækkaði um 17 prósent milli ára og voru aðeins 779 talsins, líklega vegna tímabundins skerts aðgengis að íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða um miðjan október. Frá þessu er greint í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.