Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hvöss austanátt og talsvert vatnsveður á Suðausturlandi og Austfjörðum

Vindur getur farið í allt að 35 metra á sekúndu í hviðum við fjöll í dag þegar ákveðin austanátt blæs um allt land. Íbúar á Suðausturlandi og Austfjörðum mega búast við talsverðu vatnaveðri en annars staðar verður úrkomuminna. Næstu daga verður strekkings austanátt allsráðandi.Austanátt, víða þrettán til tuttugu metrar á sekúndu en átján til 23 syðst á landinu fyrir hádegi. Talsverð rigning suðaustantil, en rigning með köflum vestan- og norðanlands. Hiti þrjú til tíu stig, svalast norðaustantil. Dregur heldur úr vindi seint í kvöld.Austan átta til fimmtán á morgun, en fimmtán til tuttugu syðst. Skúrir eða él suðaustan- ogaustanlands, en annars bjart. Fer kólnandi.
Hvöss austanátt og talsvert vatnsveður á Suðausturlandi og Austfjörðum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta