Að minnsta kosti fjórar milljónir ótímabærra andláta af völdum krabbameins og fleiri sjúkdóma má rekja til kjarnorkuvopnatilrauna. Þær ríflega tvö þúsund sprengjur sem voru virkjaðar frá 1945 til 2017 hafa áhrif á hvert einasta mannsbarn að því er segir í nýrri skýrslu líknarsamtakanna Norsk Folkehjelp.Allir sem nú eru uppi beri geislavirkar samsætur í beinunum vegna kjarnorkutilrauna í andrúmsloftinu og vísbendingar séu um að rekja megi erfðagalla, hjartasjúkdóma og fleiri kvilla til geislavirkni, jafnvel í litlu magni.Þær tilraunir einar eru taldar ástæða minnst tveggja milljóna dauðsfalla af völdum krabbameins. Vitað er að sprengingarnar hafa valdið varanlegum og víðfeðmum skaða á vistkerfi, samfélög og heilsu fólks.Enn hefur fjöldi nærri tilraunastöðunum fengið lítil viðbrögð frá kjarn