Yfir átta milljónir barna, eða nær helmingur allra barna á skólaaldri í Súdan, hafa verið án menntunar í tæpa fimm hundruð daga, segir í tilkynningu frá Barnaheillum.Mörgum skólum hefur verið lokað, þeir hafa verið eyðilagðir í stríðinu eða eru notaðir sem neyðarskýli fyrir íbúa landsins sem eru á flótta undan stríðsátökum. Þá hafa margir kennarar neyðst til að segja upp störfum vegna ógreiddra launa.Ástandið er hvað verst í Norður-Darfur í vesturhluta Súdan. Af 1.100 skólum eru aðeins 3% skóla opnir í Norður-Darfur. Þá eru 27% skóla opnir í Vestur-Darfur, 15% skóla opnir í Vestur Kordofan og í Suður- Darfur eru 13% skóla opnir.Neyðarástand hefur ríkt í Súdan síðan átök brutust út í apríl 2023 milli hersins og RSF uppreisnarhreyfingarinnar. Tugir þúsunda manns hafa farist í stríðinu og árá