Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ræddu uppbygging að loknu stríði og öryggistryggingar

Efnahagsaðstoð, uppbygging Úkraínu og öryggistryggingar að innrásarstríðinu loknu voru meðal þess sem Rustem Umerov, aðalsamningamaður Úkraínu, ræddi við Steve Witkoff og Jared Kushner, erindreka Bandaríkjastjórnar á efnahagsráðstefnunninni í Davos í kvöld. Umerov kveðst hafa greint tvímenningunum frá afleiðingum þungra árása Rússlandshers á borgaralega innviði Úkraínu síðustu daga. Hann hafi lagt sérstaka áherslu á erfiðar aðstæður íbúa höfuðborgarinnar Kyiv. Þúsundir hafa verið án hita og rafmagns dögum saman. Auk þessa segist Umerov hafa rætt við fulltrúa bandaríska fjárfestingarbankans BlackRock sem ætlað er að taka þátt í uppbyggingu Úkraínu.
Ræddu uppbygging að loknu stríði og öryggistryggingar

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta