Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Bandaríkjaforseti hættir við Grænlandstolla

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallið frá áformum sínum um að setja tolla á Danmörku og sjö önnur Evrópuríki vegna Grænlands. Trump fundaði með Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, eftir ræðu sína á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í dag og hafa þeir lagt grunninn að framtíðarsamkomulagi á norðurslóðum.Trump tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist setja 10% tolla á Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Frakkland, Þýskaland, Holland, Finnland og Bretland. Tollarnir áttu að taka gildi 1. febrúar, hækka upp í 25% þann 1. júní og vera í gildi þar til gengið hefði verið frá kaupum Bandaríkjanna á Grænlandi.Enn sem komið er er lítið vitað um hvað felst í drögum samkomulags þeirra Trumps og Ruttes. Trump hefur þó sagt jarðefnaréttindi og Gullhvelfinguna hluta af samkomulaginu. Þega
Bandaríkjaforseti hættir við Grænlandstolla

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta