Aðstaða til að taka á móti skipafarþegum á Skarfabakka gjörbreytist með nýrri farþegamiðstöð. Hún er 5.500 fermetrar og fjöldi starfsmanna verður breytilegur eftir fjölda skipa en að öllu jöfnu um og yfir 100.Tekið verður á móti fyrstu farþegunum í miðstöðinni í vor.Búist er við um 300 þúsund farþegum í miðstöðina í ár, um helmingur verða svokallaðir skiptifarþegar sem ýmist hefja eða enda ferð sína á skipinu og fljúga til eða frá landinu.„Þessir farþegar skilja mun meira eftir í samfélaginu en hinir,“ segir Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs Faxaflóahafna. Þeir dvelji gjarnan hér á landi í nokkra daga, versli, fari á veitingastaði og í ýmsa afþreyingu og ferðir.Nýtt hús þarf nýtt nafn og Faxaflóahafnir halda nafnasamkeppni þar sem almenningi gefst kostur á að skila inn till