Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Eiga von á fjórða barninu í sumar

Usha Vance, eiginkona JD Vance varaforseta Bandaríkjanna, er ólétt af fjórða barni þeirra hjóna.Í færslu á samfélagsmiðlinum X kemur fram að von sé á dreng í lok júlí.„Usha og barninu líður vel,“ stendur í færslunni, og er hún undirrituð af eiginmanni hennar, JD Vance.Fyrir eiga þau hjónin þrjú ung börn: Ewan, Vivek og Mirabel.Usha Vance verður fyrsta varaforsetafrúin til að eignast barn á meðan eiginmaður hennar situr í embætti, en dæmi eru um að forsetafrúr hafi eignast barn á meðan eiginmenn þeirra sátu í embætti.JD Vance hefur verið ómyrkur í máli þegar kemur að fólksfjölgun í Bandaríkjunum og kallað eftir hærri fæðingartíðni.„Leyfið mér að segja það á mjög einfaldan hátt: Ég vil fleiri börn í Bandaríkjunum,“ lét Vance hafa eftir sér í fyrra.
Eiga von á fjórða barninu í sumar

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta