Ljóðið Framlag mitt í minningabanka nærri útdauðra ljóða eftir Unu Björk Kjerúlf hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör sem afhentur var við hátíðlega athöfn í Kópavogi í kvöld. Bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Ásdís Kristjánsdóttir, afhenti Unu Björk ljóðstafinn.Ljóðstafur Jóns úr Vör er veittur af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar. Fyrst var efnt til samkeppninnar árið 2002 í minningu skáldsins Jóns úr Vör. Alls bárust 305 ljóð í keppnina að þessu sinni en ljóðin mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni.Sigrún Björnsdóttir hlaut önnur verðlaun fyrir ljóðið Vængur brýtur sér leið og þriðju verðlaun hlaut Jón Knútur Ámundason fyrir ljóðið Hamfarahlaup. Að auki hlutu fjögur ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar: Sigrún Björnsdóttir fyrir ljóðið Alltaf í blaðinu, Bjargey Ólafsdóttir