Héraðssaksóknari gerði húsleit í dag í höfuðstöðvum Vélfags á Akureyri og handtók starfsmenn fyrirtækisins. Rannsóknin beinist að brotum Vélfags á viðskiptaþvingunum sem það var beitt vegna meintra tengsla við Rússa. Í aðgerðum héraðssaksóknara í dag var gerð húsleit á allavega sex stöðum og fimm voru handteknir, ýmist starfsmenn eða stjórnarmenn Vélfags.Fjármunir fyrirtækisins voru frystir síðasta sumar vegna tengsla þess við Rússland.Héraðssaksóknari segir ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málavöxtu að svo stöddu. Aðgerðir standa enn yfir.