Þann 18. janúar 2021 klukkan ellefu á mánudagskvöldi hljómaði fyrsti þáttur Ólátagarðs í víðtækjum landsins. Í tilefni þess að fimm ár séu nú liðin var hinum upprunalegu ólátabelgjum smalað saman á ný og rifjað upp hvernig þátturinn kom til, hvað Andrés væri eiginlega að segja í upphafsstefinu og uppáhalds augnablik úr þáttagerðinni. Viðmælendur þáttarins voru Snæbjörn Helgi Arnarson Jack, Bjarni Daníel Þorvaldsson, Andrés Þór Þorvarðarson, Katrín Helga Ólafsdóttir og Örlygur Steinar Arnalds.