Landssamband veiðifélaga varar við því að nýtt frumvarp til laga um lagareldi festi sjókvíaeldi í opnum kvíum í sessi til framtíðar með tilheyrandi áhættu fyrir villta fiskistofna. Sambandið telur að orðalag í lögunum gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu ef eldi í opnum kvíum yrði takmarkað eða bannað.Landssamband veiðifélaga lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýtt frumvarp til laga um lagareldi sem er í samráðsgátt. Formenn og félagar í veiðifélögum innan landssambandsins vilja stöðva stækkun sjókvíaeldis og fá tímasetta áætlun um hvenær hætt verði að ala frjóan fisk í opnum kvíum og fiskeldi fært í lokuð kerfi með ófrjóum fiski. Þetta kemur fram í ályktun fundar landssambandsins um helgina.Fundurinn vill jafnframt lögfesta friðunarsvæði og fella brott undanþáguheimildir sem gætu opnað á eldi