Sváfnir Sigurðarson skrifaði og myndlýsti Brandarabílinn og ætlar að skrifa fleiri bækur í bókaflokknum Ævintýri í Bjarkarey. Hann ræddi hugmyndina, ferlið og framhaldið í Hvað ertu að lesa? á Rás 1. FÉKK INNBLÁSTUR FRÁ CHITTY CHITTY BANG BANG Sváfnir ætlaði að skrifa aðra barnabók en hún varð of mikilfengleg. Hann sneri sér þá að hugmyndinni um bíl sem gengur fyrir bröndurum. Hugmyndin kviknaði fyrir löngu síðan og lét hann aldrei almennilega í friði.Fyrir allmörgum árum las hann um ævintýrabílinn Chitty Chitty Bang Bang og fannst spennandi pæling að skrifa um ævintýrabíl. ÞRJÓSKAÐIST TIL AÐ MYNDLÝSA BÓKINA Eftir að hafa fengið útgáfusamning hjá Sölku ákvað Sváfnir að myndlýsa bókina líka. > Það var svona ákveðið skref af því ég hef alltaf haft gaman að því að teikna og myndskreyta