Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Tryggingafélögin búast við mörgum slysatilkynningum vegna hálkunnar

Tryggingafyrirtæki búast við fjölgun slysa- og tjónatilkynninga á næstunni vegna hálkunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Tugir árekstra urðu í fljúgandi hálku á höfuðborgarsvæðinu í gær og álagið á bráðamóttöku Landspítalans var mjög mikið.Hrefna Kristín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Verði, segir fyrirspurnum hafa fjölgað og mikið að gera í símsvörun. Hjá VÍS bárust ekki fleiri tilkynningar í tengslum við hálkuna. Talið er líklegt að tilkynningar gætu borist næstu daga.Guðríður Harpa Ásgeirsdóttir, forstöðumaður hjá TM tryggingum, segir að í heimatryggingu sé slysatrygging fyrir hálkuslys. Almennt leiti fólk í eigin tryggingar ef það rennur í borgarlandi. Telji fólk að brotið hafi verið á því með lélegum hálkuvörnum breytist bótaábyrgðin.„Þá blasa við önnur og strangari skilyrði fyrir bót
Tryggingafélögin búast við mörgum slysatilkynningum vegna hálkunnar

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta