„Þetta er búið að vera mjög skrýtið. Við fáum reglulega: Hey, ég er með Nóbelsverðlaun í þessu. Má ég koma og vera með?“ sagði Jón Bjarni Steinsson í Morgunútvarpinu á Rás 2.Jón Bjarni sagði frá menningarhátíðinni Iceland Eclipse, sem fer fram á Hellissandi í ágúst og er að hans sögn dýrasti og flóknasti menningarviðburður Íslandssögunnar. Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu sjáanlegur frá Íslandi í fyrsta sinn síðan 1954 og hátíðin er skipulögð í kringum hann.Hlustaðu á áhugavert viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Spurður hvaðan hugmyndin er komin segir Jón Bjarni að þeim hafi ekki dottið þetta í hug. „Það var haft samband við okkur erlendis frá, frá Ameríkönum sem hafa haldið svona viðburði í kringum almyrkva áður. Við erum ráðin í vinnu af þessum útlendingum,“ sagði hann.