Tveir karlmenn voru á mánudag dæmdir í tíu mánaða fangelsi hvor fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Þeir reyndu að smygla 29 kílóum af marijúana til landsins þegar þeir komu frá Toronto í Kanada. Mennirnir voru handteknir við komuna til Keflavíkurflugvallar. Báðir játuðu sök og fóru fram á vægustu leyfilegu refsingu. Þeir tóku að sér að smygla efnunum hingað gegn greiðslu en áttu þau ekki sjálfir.Héraðsdómur Reykjaness.RÚV / Ragnar Visage