Brotist var inn í læsta geymslu í sameign húss á Akureyri og sex skotvopnum stolið þaðan. Þau voru í skotvopnaskáp sem var brotinn upp við innbrotið.Lögreglu var tilkynnt um innbrotið á mánudagskvöld og um nóttina voru þrír handteknir og ráðist í húsleit á tveimur stöðum. Lögregla fann eitt skotvopnanna strax í upphafi og hin fimm í gærkvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og var þeim sleppt úr haldi að því loknu. Lögregla heldur áfram rannsókn innbrotsins.Lögreglan hefur staðið í ströngu á Akureyri undanfarið. Ellefu voru handteknir í tveimur stórum aðgerðum um helgina. Handtökurnar aðfaranótt þriðjudags bættust svo við.