Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Brutu upp skotvopnaskáp og stálu sex vopnum

Brotist var inn í læsta geymslu í sameign húss á Akureyri og sex skotvopnum stolið þaðan. Þau voru í skotvopnaskáp sem var brotinn upp við innbrotið.Lögreglu var tilkynnt um innbrotið á mánudagskvöld og um nóttina voru þrír handteknir og ráðist í húsleit á tveimur stöðum. Lögregla fann eitt skotvopnanna strax í upphafi og hin fimm í gærkvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og var þeim sleppt úr haldi að því loknu. Lögregla heldur áfram rannsókn innbrotsins.Lögreglan hefur staðið í ströngu á Akureyri undanfarið. Ellefu voru handteknir í tveimur stórum aðgerðum um helgina. Handtökurnar aðfaranótt þriðjudags bættust svo við.
Brutu upp skotvopnaskáp og stálu sex vopnum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta