Ekki hefur verið ákveðið hvort Reykjavíkurborg heldur áfram í baráttu sinni gegn auglýsingaskiltum í gluggum bygginga. Morgunblaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefði vísað frá erindi borgarinnar sem vildi að nefndin skæri úr um hvort uppsetning auglýsingaskilta innanhúss í gluggum bygginga væri háð byggingarleyfi.