Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á starfsemi fyrirtækisins Vélfags. Samkvæmt heimildum fréttastofu handtók embættið Alfreð Tulinius, stjórnarformann fyrirtækisins, í morgun og gerði húsleitir. Alfreð hefur verið veitt réttarstaða sakbornings. Aðgerðir standa enn yfir. Ekki hefur náðst í Sigurð G. Guðjónsson lögmann Alfreðs.Vélfag er eina íslenska fyrirtækið sem sætt hefur viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við skuggaflota Rússlands.Fréttin verður uppfærð.