Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Íslendingar verði að standa á grundvallarsjónarmiðum fullveldis og sjálfsákvörðunarréttar. Geri þeir það ekki þegar næstu nágrannar þeirra séu í úlfakreppu, grafi það einnig undan fullveldisrétti Íslands. Þetta kom fram í viðtali Morgunblaðsins við ráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær.