Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Ef við erum ekki við borðið, verðum við á matseðlinum“

„Gamla heimsskipanin kemur ekki aftur,“ sagði Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, í ræðu sinni á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Þá sagði hann Vesturveldin stödd í miðju rofi en ekki á breytingatímabili. Forsætisráðherrann hefur áður varað við því að heimurinn verði ekki samur eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti í Bandaríkjunum.Meðalstór ríki þurfi að standa saman. „Ef við erum ekki við borðið þá verðum við á matseðlinum,“ sagði forsætisráðherrann og sakaði stórveldin um að beita efnahagslegum þvingunum til að ná sínu fram. „Stórveldin hafa getu til að gera þetta ein. Stórveldin hafa stóra markaði, hernaðargetu og vald til að setja skilyrði. Það hafa miðlungsstóru ríkin ekki.“Þá sagði Carney í ræðu sinni að Kanadamenn geri sér grein fyrir því að landfræðileg lega lan
„Ef við erum ekki við borðið, verðum við á matseðlinum“

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta