Atvinnuleysi jókst og hlutfall starfandi lækkaði á milli desembermánaða 2024 og 2025, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi jókst um 0,5 prósentustig, á sama tíma og hlutfall starfandi lækkaði um 1,1 prósentustig og atvinnuþátttaka minnkaði um 0,7 prósentustig. Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember 2025 meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára. Um 9.800 einstaklingar voru þá án atvinnu....