Um 4,2 prósent landsmanna voru atvinnulausir í desember samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Samkvæmt henni voru 9.800 án vinnu í jólamánuðinum. Atvinnuleysi jókst um hálft prósentustig milli ára og atvinnuþátttaka minnkaði um 0,7 prósentustig. Að teknu tilliti til árstíðaleiðréttingar var atvinnuleysið 4,5 prósent.Fólk á ferli í Smáralind. Safnmynd.RÚV / Kristín Sigurðardóttir