Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, hyggst bjóða sig fram til formanns Samtaka iðnaðarins. Kosning fer fram á Iðnþingi 5. mars.Þorsteinn greindi frá framboðinu á samfélagsmiðlum í morgun. Þar segir hann að krísur séu kjörin tækifæri til breytinga og að mikilvægt sé að Íslendingar nýti sér núverandi áskoranir á alþjóðavettvangi til umbóta innanlands.„Óvissa hefur aukist, tollar hafa hækkað og viðskiptahagsmunum er óhikað beitt í deilum ríkja sem áður töldust traustir bandamenn. Með áherslu á einföldun regluverks, aukna skilvirkni í rekstri hins opinbera, öflugri innviðafjárfestingu og sterkara hvatakerfi nýsköpunar er mögulegt að bæta innra og ytra umhverfi fyrirtækja í fjölbreyttum greinum iðnaðar verulega og styrkja þannig grundvöl