Arion banki verður að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum samanlagt tæpar tíu milljónir króna í vangoldin laun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í gær.Fólkið vann við fyrirtækjatryggingar hjá Arion banka þar til síðasta sumar. Þá tilkynnti það yfirmönnum sínum að það hygðist láta af störfum og stofna fyrirtæki um vátryggingar.Viku síðar rifti Arion banki ráðningarsambandi við fólkið og sagði að atvinnurekstur þess í samkeppni við bankann væri brot á trúnaðarskyldum. Fólkið var þá búið að stofna fyrirtækið en hvorki búið að fá starfsleyfi né hefja starfsemi. Bankinn borgaði því ekki frekari laun á uppsagnarfrestinum.Þessu andmælti fólkið og leitaði að lokum til dómstóla. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sagði að fólkið hefði ekki verið búið að hefja