Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Netanyahu fær sæti í friðarráði Trumps á Gaza

Friðarráð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst koma á fót til að hafa yfirumsjón með Gaza er að taka á sig mynd. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur þegið boð um að taka þar sæti. Þetta staðfesti skrifstofa hans í dag.Í gær greindi talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta frá því að honum hefði verið boðið sæti í ráðinu og að það væri til skoðunar. Frakkar hyggjast ekki taka þátt.Yfirlýstur tilgangur friðarráðsins er að auka stöðugleika og endurreisa ábyrga og löglega stjórn. AFP-fréttastofan segir að miðað við stofnskjöl ráðsins takmarkist hlutverk þess ekki við palestínskt landsvæði. Að auki þurfa ríki sem taka sæti í ráðinu að greiða allt að einn milljarð dollara fyrir varanlegt sæti.
Netanyahu fær sæti í friðarráði Trumps á Gaza

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta