„Við þurftum að leita minna en við áttum von á og komum strax í loðnu,“ segir Geir Zoëga, skipstjóri á Polar Amaroq, sem kom með fyrstu loðnu ársins að landi í gær. Hann bíður nú fregna af nýhöfnum leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem hann segir vel skipulagðan og spennandi.