Nærmynd af lögreglubíl.RÚV / Sölvi AndrasonMaður slasaðist á þremur fingrum í vinnuslysi í Grafarvogi í nótt og var fluttur á bráðamóttöku samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um umferðarslys í Grafarholti en engin slys urðu á fólki. Sá sem olli árekstrinum er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Það mál var afgreitt á vettvangi en um minni háttar meiðsli var að ræða. Í Árbæ var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki en ekki er vitað hver var að verki.