Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Þingmaður vill afléttingu banns við geymslu kjarnavopna

Erlend Svardal Bøe þingmaður norska hægriflokksins leggur til að stjórnvöld aflétti takmörkunum á geymslu hvers konar kjarnorkuvopna í landinu á friðartímum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Bøe sem segist meðal annars vilja að skipum bandalagsríkja með kjarnavopn innanborðs verði heimilað að leggjast að höfn í Noregi. Bøe segir brýnt að ræða þetta mál í ljósi þess hve kjarnorkuvopn eru mikilvæg sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. „Svo virðist sem Norðmenn eigi erfitt með að viðurkenna að heimurinn er orðinn hættulegri en hann var og verði aldrei samur aftur,“ segir Bøe. Hann fer fyrir heilbrigðisnefnd Hægri flokksins og gaf kost á sér í embætti varaformanns hans síðastliðið haust.
Þingmaður vill afléttingu banns við geymslu kjarnavopna

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta