Maður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa ekið yfir konu á fimmtugsaldri sem fannst látin snemma morguns 19. júlí 2022 í bifreið sem maðurinn hafði til umráða. Vettvangur fundarins var Askim í Østfold-fylki, 60 kílómetra suðaustur af Ósló.