Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ungu fólki líður verr og símtölum í 1717 og til Píeta fjölgar

Samtölum vegna sjálfsvígshugsana í hjálparsíma Rauða krossins fjölgaði um nærri 70% milli ára. Verkefnastjóri kallar eftir aukinni þjónustu fyrir fólk sem líður illa. 54 SÍMTÖL Á DAG Starfsfólk og sjálfboðaliðar hjálparsíma Rauða krossins svöruðu níu þúsund símtölum á síðasta ári. Til viðbótar fóru rúmlega 10.600 samtöl í gegnum netspjallið á 1717.is.Það þýðir að samtals yfir 20 þúsund höfðu samband við 1717 á síðasta ári. Það eru 54 samtöl á dag. Nærri 1730 samtöl snúa að sjálfsvígum og hafa aldrei verið jafn mörg og í fyrra.„Það hefur alltaf verið aukning milli ára en við höfum aldrei séð þetta mikla stökk eins og var núna síðasta ár, þar sem við erum að sjá 67% aukningu í sjálfsvígssamtölum til að mynda. Þetta höfum við ekki séð áður,“ segir Sandra Björg Birgisdóttir, verkefnastjóri
Ungu fólki líður verr og símtölum í 1717 og til Píeta fjölgar

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta