„Ég ákvað bara í morgun að koma með börnin hingað,” segir fylgdarkona leikskólabarna sem eru fyrst á flugvöllinn í Nuuk til að bíða komu Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra grænlensku landstjórnarinnar, ásamt fjölda alþjóðlegra blaðamanna. Börnin bíða spennt í umferðarvestum og sum með fána meðan blaðamenn frá öllum heimshornum stilla upp upptökuvélum og fylgjast með komu flugvélarinnar frá Kaupmannahöfn. Smám saman tínist...