Meirihluti Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna lagði fram tillögu um fjárhagslega uppbyggingu Félagsbústaða, á fundi borgarstjórnar í dag.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, flutti tillöguna, sem er í fjórum liðum.Markmiðið er að fjölga félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík án þess að hækka leiguverð.Meirihlutinn leggur til að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að veita 513 milljónum í árlegt eiginfjárframlag næstu þrjú árin og 263 milljónum á ári næstu tvö ár þar á eftir. Auk þess er lagt til að 300 milljónir verði veittar árinu 2025, með viðauka.Í tillögunni er einnig lagt til að borgarstjóri, í samstarfi við stjórn Félagsbústaða, leiti nýrra leiða til að hraða uppbyggingu félagslegs húsnæðis, sem dæmi með því að koma með beinum hætti að up