Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Kortlagði grunnvatn á Reykjanesskaga á tímum eldgoss

Alexandra K Hafsteinsdóttir, nemi í jarðfræði við Háskóla Íslands, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefni sitt, Kortlagning grunnvatns á Reykjanesskaga. Verðlaunin voru afhent á Bessastöðum í dag. Þau eru veitt námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna 2025.Markmið rannsóknar Alexöndru var að kortleggja grunnvatnsstrauma á Reykjanesskaga með því að mæla leiðni og greina anjónir í ferskvatni víðs vegar á skaganum. Á sama tíma var þróað verklag í kringum nýja rafknúna vatnsdælu sem hefur fengið viðurnefnið Perlufestin. Hún er mun fyrirferðarminni en hefðbundnar vatnsdælur og hentar vel til sýnatöku úr grönnum ferskvatnsborholum. ELDVIRKNI HAFÐI EKKI ÁHRIF Á EFNASAMSETNINGU GRUNNVATNS Á meðan á rannsókn
Kortlagði grunnvatn á Reykjanesskaga á tímum eldgoss

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta