Rétt væri að hlusta á leiðbeiningar og ráð Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, þegar kemur að samskiptum við Bandaríkin og stjórn Donalds Trump forseta. Þetta sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag, en hann sagði Ólaf Ragnar hafa gefið utanríkisstefnu Viðreisnar falleinkunn. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, sagði hins vegar ómögulegt að „strjúka hærum Bandaríkjaforseta réttsælis“ og...