Louvre-safnið í París var lokað gestum í gær vegna verkfalls starfsfólks. Þetta er í níunda sinn síðan um miðjan desember sem starfsfólk safnsins leggur niður störf. Af þessum sökum hefur safnið verið lokað í þrjá heila starfsdaga en í sex skipti var það opið að hluta í hálfan dag.Talsmaður verkalýðshreyfingarinnar CGT, sem er ein sú stærsta í Frakklandi, segir við The Art Newspaper að engan bilbug sé að finna á hreyfingu verkafólks sem starfi innan veggja safnsins. Verkfallið hafi verið samhljóða samþykkt af 350 starfsmönnum þess. Þeir hafa krafist þess að laun þeirra séu á pari við laun starfsmanna annarra safna á vegum hins opinbera. Munurinn er sagður nema allt frá 70 evrum á mánuði og að 200 evrum, sem samsvarar rúmlega 10 þúsund krónum til tæplega 30 þúsunda.Þá hafa starfsmennirnir e