Orðið sviptivindar er best til þess fallið að lýsa fyrsta ári Trumps í embætti á þessu kjörtímabili, að mati Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðings í bandarískum stjórnmálum. „Hann kemur inn af miklum krafti og miklu offorsi í mörgum málum og maður hélt að óreiðan sem einkenndi að mörgu leyti fyrra tímabilið, að hún yrði minni en ef eitthvað er þá held ég jafnvel að hún sé meiri á þessu fyrsta ári á þessu seinna tímabilinu, heldur en hún var.“Ár er í dag síðan Trump hóf annað kjörtímabil sitt sem forseti Bandaríkjanna og það hefur ekki verið lognmolla í Hvíta húsinu síðan.Silja Bára segir að hraðinn hafi komið á óvart. Að undanförnu hafi hótanir um að taka yfir Grænland skyggt á umræðu um ýmislegt annað.Mikill hraði og óreiða hafa einkenn