Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Enn heldur kvikusöfnun áfram

Hæg en stöðug kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Veðurstofan telur að tæplega 20 milljón rúmmetrar af kviku hafi safnast fyrir frá síðasta eldgosi í júlí. Skjálftavirkni hefur verið nokkuð stöðug síðustu vikur og skjálftar helst mælst milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells.Land hefur risið um tæpan einn metra í Svartsengi frá því í nóvember 2023. Mest reis það í upphafi en síðan hefur dregið úr hraða kvikusöfnunar við hvert eldgos og kvikuhlaup.Sem fyrr er kvikuhlaup úr Svartsengi og eldgos á Sundhnúksgígaröðinni líklegasta sviðsmyndin næstu vikur meðan kvikusöfnunin heldur áfram.Hættumat helst óbreytt til 3. febrúar.Fólk á ferð nærri hrauni í nóvember 2024.Rúv / Jónmundur
Enn heldur kvikusöfnun áfram

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta