„Helvítis mítillinn, maður!“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi jr., í Morgunúvarpinu á Rás 2 og við biðjumst afsökunar fyrir hans hönd á orðbragðinu.Sníkjudýrið brúnn hundamítill greindist á dögunum á hundi sem var farið með til dýralæknis. Matvælastofnun hvetur alla hundaeigendur til að vera á varðbergi svo að brúni hundamítillinn verði ekki landlægur hér á landi. Steindi er einn af þeim sem þarf að hafa þetta í huga en hann og eignaðist nýlega hundinn Guinnes ásamt fjölskyldu sinni.„Ég hlýt að vera óheppnasti maður í heimi, að einhver hundamítill mæti um leið og ég fái mér hund. Ég hef aldrei heyrt um þennan mítil. Ég var ekkert að fylgjast með hundapöddunum,“ sagði Steindi.Hlustaðu á viðtalið við Steinda í spilaranum hér fyrir ofan.