Það er öruggast fyrir bílstjóra, fólk á hjólum og gangandi að fara varlega því það er víða flughált á landinu, bæði innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu, og á vegum úti.Flughált er frá Vík og austur að Skeiðarársandi. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Flughált er víða í Landeyjum, á Þykkvabæjarvegi og á hluta Landvegar. Hálka er á flestum öðrum leiðum.Flughált er innansveitar í Borgarfirði.Hálka eða hálkublettir eru á vegum um allt land.Á ferð í hálku. Safnmynd.Landsbjörg / Björgunarsveit Hafnarfjarðar