Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, stefnir á framboð til borgarstjórnarkosninga fyrir Miðflokkinn og hefur sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Hann ætlar áfram að gegna starfsskyldum sínum sem varaborgarfulltrúi út kjörtímabilið.Helgi Áss greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Hann spyr hvaða flokkum sé treystandi til að bæta Reykjavík og af svarinu að dæma virðist hann ekki telja að það sé Sjálfstæðisflokkurinn.„Þegar þeirri spurningu er svarað verður til þess að líta að á yfirstandandi kjörtímabili hafa kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn í of mörgum mikilvægum málum, sérstaklega á sviði skipulags- og samgöngumála, setið hjá, í stað þess að taka skýra afstöðu. Sú nálgun hefur valdið mér síendurteknum vonbrigðum. Þeir