Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hvernig breytast skattarnir þínir á árinu?

Nokkrar skattabreytingar tóku gildi um áramótin og hafa margar þeirra bein áhrif á einstaklinga.Til fróðleiks má nefna að árið 2024 greiddi ríkissjóður alls 15,2 milljarða króna í útsvar.Hér er farið yfir helstu breytingar og hvernig þær hafa áhrif á þig. Taka skal fram að listinn er ekki tæmandi og aðallega er horft til breytinga sem hafa áhrif á einstaklinga. Hér er farið yfir fjögur dæmi. FRÍTEKJUMARK BARNA HÆKKAR ÚR 180 ÞÚSUND Í 300 ÞÚSUND Ákveðið var að hækka frítekjumark barna undir 16 ára aldri í 300 þúsund krónur. Því hafði ekki verið breytt síðan árið 2014.Börn byrja að greiða skatt þegar þau eru 16 ára gömul. Hins vegar þurfa börn yngri en 16 ára að greiða 6% af tekjum sínum umfram frítekjumark. Það var áður 180 þúsund en hækkaði um áramótin í 300 þúsund. Hvernig hefur þetta áh
Hvernig breytast skattarnir þínir á árinu?

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta